FAQ

Tekur þú myndir í stúdíó eða úti?

Bæði betra. Ég er með fullbúið 35 fm stúdíó í Einholti 6 þar sem ég bý. Markmiðið er alltaf að skapa myndir fyrir þig sem þú átt eftir að njóta um ókominn ár og ræður þú algjörlega ferðinni þegar kemur að úti eða inni myndatöku.

Býður þú upp á myndabækur?

Myndabók er frábær leið til að varðveita myndirnar en innifalið í öllum brúðkaupsmyndapökkum er fagmannleg hönnun og uppsetning á myndabók. Athugaðu að bókin sjálf er ekki innifalin.

Ég myndast illa og kann ekki að pósa. Kanntu einhver ráð?

Allir búa yfir bæði innri og ytri fegurð og er það mitt hlutverk að sýna þér fegurðina sem ég sé. Ég sé um að pósa þig og þína að öllu leyti. Það eina sem þú þarft að gera er að mæta og treysta mér.

Hvernig fötum á ég að klæðast?

Hvað líður þér vel í og hvað finnst þér fara þér best? Aðalatriðið er að þér líði vel. Að þessu sögðu eldast mynstur, logo, myndir og þess háttar afar illa og því ráðlegg að sleppa þeim ef möguleiki er á því. Ef þú ert að koma í fjölskyldumyndatöku þá er oft góð hugmynd að föt allra tóni saman. Ef þú ert ekki viss, komdu þá með eitt eða tvö aukasett af fötum eða heyrðu í mér og við finnum út úr þessu í sameiningu.

Get ég gert það sem ég vil við myndirnar sem ég fæ hjá þér?

Ég held höfundar- og birtingarétti að öllum myndum nema um annað sé samið sérstaklega. Það er því með öllu óheimilt að eiga við myndirnar á nokkurn hátt, hvort sem það er að setja filter, kroppa þær eða nokkuð annað sem breytir myndunum. Einnig áskil ég mér rétt til að birta myndir úr myndatökum, eina eða fleiri, hér á vefnum og/eða á Facebook síðu Tina Einars photography nema um annað sé samið sérstaklega.

Sendir þú mér allar myndir úr myndatökunni

Ég tek rosalega margar myndir hverja myndatöku og læt aldrei óunnar myndir frá mér. Ég vel úr þeim þær bestu til þess að sýna þér og leyfa þér að velja úr og sem þú vilt fá fullunnar.

Hvernig fæ ég myndirnar afhentar?

Hér á síðunni færðu aðgang að galleríi sem inniheldur myndirnar sem ég valdi fyrir þig til að velja úr. Þær eru síðan afgreiddar fullunnar í sama gallerí og getur þú halað þeim niður þaðan.

Kemur þú út á land?

Það geri ég svo sannarlega.
Ferðakostnaður bætist þá við og er samið um hverju sinni.

Hvað tekur langan tíma að fá myndirnar?

Vinnsla mynda tekur um það bil tvær vikur séu en á álagstímum gæti það tekið örlítið lengri tíma. Brúðkaupsmyndir eru afhentar eftir 3 vikur.

Af hverju mælir þú með aukaljósmyndara við brúðkaup

Það forkveðna er í fullu gildi hér þegar sagt er "betra sjá augu en auga". Brúðkaupsdagurinn er einstaklega merkilegur dagur þar sem einstaklega margt gerist. Það kostar ekki mikið að bæta við ljósmyndara en þannig færðu talsvert fleiri myndir og frá ólíkum sjónarhornum sem oft gerir gæfumuninn í upplífuninni þegar þú sérð svo myndirnar þínar.

Útvegar þú auka ljósmyndara?

Já ég geri það. Ég er svo lánsöm að þekkja til margra ljósmyndara sem eru reiðubúnir að rétta fram hjálparhönd þegar svo ber undir

Get ég fengið auka myndir?

Já. Hægt er að kaupa aukamyndir í pakka I, II og III (sjá verðskrá). Hver aukamynd er afgreidd rafrænt í bæði lit og svart hvítu og kostar kr. 4.000