Brúðkaup - upplýsingar & Verðskrá
Hvernig virkar þetta svo ?
Brúðkaupsdagurinn er einn af mikilvægustu dögum lífsins sem bæði hjarta og sál er lagt í og því eru minningar fá deginum ómetanlegar. Hver brúðkaupsmyndataka er einstök, rétt eins og þið sjálf og því legg ég alúð mína í að kynnast ykkur vel nokkru fyrir brúðkaupið og geri ég það með því að vera með persónulega nálgun og hitta ykkur amk. tvisvar auk símtala og fleira.
-
Þessi fyrri undirbúningsfundur er um sex vikum fyrir brúðkaupsdaginn. Hann er mikilvægur svo ég geri mér grein fyrir þeim væntingum ykkar og hvernig ég get orðið að liði. Að loknum fundinum hefst formlegur undirbúningur hjá mér þar sem ég m.a. finn myndastaði sem passa og endurspegla óskir ykkar og draumsýn. Flestir velja að myndatakan sé utandyra en þó er ég einnig með stúdíó sem og varaplan innandyra ef veður er slæmt. Allt þetta förum við yfir þegar við hittumst. Einnig er ekkert því til fyrirstöðu að taka myndirnar á öðrum degi þegar betur viðrar ef það verður til þess að draga úr streitu og kvíða ef þið viljið það frekar. Ég er hér fyrir ykkur!
-
Um það bil 10 dögum fyrir brúðkaupsdaginn er seinni undirbúningsfundur þar sem við tökum létta æfingu og förum yfir daginn ef óskað er. Þetta er mikilvægt skref til að losa út mesta stressið og þarna erum við farin að þekkjast nóg til að setja alla okkar athygli í að gera daginn léttari, skemmtilegri og sem eftirminnilegastan.
-
Að brúðkaupsmyndtöku lokinni tekur afgreiðsla mynda um það bil 3 vikur en gæti dregist sé brúðkaupið á háannatíma. Fjöldi afhentra mynda fer eftir því hvaða pakki er tekinn og hvort ég sé ein að mynda, eða með aukaljósmyndara. Gera má ráð fyrir að fjöldi mynda fyrir t.d. Brúðkaupspakka 4 sé á bilinu 2-300 stk.
-
Ég hef ekki enn hitt brúðhjón sem mér finnst ekki dásamlegt að vera í kringum og af þeirri ástæðu hitti ég ykkur einu sinni enn þegar myndirnar eru tilbúnar. Þá förum við yfir myndasýningu sem ég hef útbúið sérstaklega fyrir ykkur, kenni ykkur á einka galleríið sem inniheldur myndirnar, myndasýningu og fleira.
-
Ég leitast endalaust eftir því að bæta mig og því sendi ég ykkur beiðni um endurgjöf á ykkur upplifun af okkur sem og þjónustu sirka viku eftir að þið fáið myndirnar.
Brúðkaupspakki 1
Brúðkaupspakki 1
- Vönduð brúðkaupsmyndataka
- Athöfn
kr 224.000 m/vsk
Brúðkaupspakki 2
Brúðkaupspakki 2
- Undirbúningur
- Vönduð brúðkaupsmyndataka
- Athöfn
kr. 286.000 m/vsk
Brúðkaupspakki 3
Brúðkaupspakki 3
Allur dagurinn sem þýðir
- Undirbúningur
- Athöfn
- Vönduð brúðkaupsmyndataka
- Veisla (2 klst)
kr. 372.000 m/vsk
Staðfestingagjald fyrir brúðkaupsmyndatökur
Brúðkaupsmyndataka telst ekki bókuð fyrr en kr. 50.000 staðfestingagjald hefur verið greitt en gjaldið gengur upp í myndatökuna sjálfa. Staðfestingargjald er óafturkræft.
Myndatökur utan höfuðborgarsvæðisins
Kílómetragjald reiknast fyrir hvern ekinn kílómetra utan stórhöfuðborgarsvæðisins. Upphæðin ákvarðast útgefinni upphæð af fjármálaráðuneytinu á bókunardegi hverju sinni.