Hver er ég?


Ég heiti Christine Einarsson en flestir þekkja mig sem Tínu. Ég byrjaði að taka myndir 2013 sem áhugaljósmyndari en ákvað að lokum að mennta mig á þessu sviði. Ég fór í nám hjá New York Institute of Photography árið 2017 og fylgdi því eftir 2019 hjá Professional Photographers of America (PPA) þar sem ég tók CPP réttindin (Certified Professional Photographer). Síðast en alls ekki síst þá er ég félagi í Ljósmyndarafélag Íslands.


Ég er ófeimin með öllu og á einstaklega auðvelt með að tengjast fólki og börnum en við það verður andrúmsloftið óþvingað, létt og skemmtilegt.

Það er enginn efi í mínum huga að saman munum við búa til fallegar og skemmtilegar myndir sem þú átt eftir að njóta og ylja þig við í mörg ár.


Ég hlakka til að kynnast þér.

Tínaeinars Photography - Tína ljósmyndari