1 / 10
Anna Bella Markúsdóttir
Strax frá byrjun vorum við ákveðin í að vanda okkur vel þegar kæmi að vali á ljósmyndara. Við fengum Tínu til þess að fylgja okkur eftir allan daginn. Hún er sjálfsörugg, skipulögð (meira að segja útbjó hún tímaplan fyrir okkur) og afar næm á okkur. Við vissum sjaldnast af henni og hennar "crew" nema þegar hún lagði til að færa okkur um stað. Við fengum svo myndir í gær en sumar myndir eru í svart/hvítu en þær eru í miklu uppáhaldi hjá mér (finnst það tímalausara) og aðrar í lit og við erum í skýjunum!!!
1 / 10
2 / 10
Guðrún Brynjólfsdóttir
Tína er einstakur ljósmyndari.
Hún er bæði með gott auga fyrir bæði myndefninu sem og umhverfinu ásamt því að vera hugmyndarík og einstaklega þolinmóð við myndatökuna.
Hún hefur einstaklega þægilega nærveru sem gerir það að verkum að manni líður vel í myndatökunni sem eykur enn frekar á gæði myndanna.
Tína er einnig mjög vandvirk í bæði undirbúningi sem og úrvinslu myndanna og augljóst að hún leggur alúð í hvoru tveggja.
Ég mæli eindregið með henni sem ljósmyndara í hvaða verkefni sem er.
2 / 10
3 / 10
Eydís Valgarðsdóttir
Svo frábær Ljósmyndari ! fékk tár í augun þegar ég fékk myndirnar afhentar ! virkilega vel unnar og bara hreint út sagt æðislegar ! gaman að fara í myndatökuna með Tínu !
Vera með tvo æsta 4 ára stráka getur sko ekki verið auðvelt enn Tína gerði það virkilega skemmtilegt og auðvelt og náðu strákarnir minir virkilega að njóta sín alla tímann
3 / 10
4 / 10
Rut Garðarsdóttir
Ljósmyndatakan var hápunktur dagsins á fermingadaginn. Tína tók frábærar myndir og náði ótrúlega vel til stráksins okkar svo hann var afslappaður og naut sín. Takk fyrir okkur.
4 / 10
5 / 10
Ingólfur Pétursson
Fagmannleg myndataka og virkilega skemmtileg. Þægilegt og hlýtt viðmót! Mæli með fyrir alla þá sem eru að leita að gæðum!
5 / 10
6 / 10
Þuríður Simona Hilmarsdóttir
Þessir hæfileikar sem hún er með í ljósmyndun eru alveg ólýsanlegir. Stemmingin á svæðina á meðan hún tekur myndirnar er frábær, einstök og alveg ógleymanleg stund!
Ég mæli hiklaust með henni
6 / 10
7 / 10
Sædís Sif Harðardóttir
Fékk tár í augun því myndirnar sem hún tók af börnunum mínum voru svo fallegar. Ótrúlega góð nærvera og góð samskipti. Bókuð til framtíðar hjá mér og mínum!! <3
7 / 10
8 / 10
Guðrún Eggertsdóttir
Frábær ljósmyndari hún Tína. Allt umhverfi hennar svo afslappað og fallegt. Börnin elskuðu hana þrátt fyrir að þekkja hana ekkert og var útkoma myndatökunnar æðisleg!! Svo fallegar myndir.
Mæli 100% með henni !!!
12.01.2017
8 / 10
9 / 10
Ólöf Öfjörð
Tína er alveg einstakur ljósmyndari, hún nær einstöku sambandi við myndefnið og nær að fanga augnablikið. Hún tók fermingarmyndir af báðum börnunum mínum með 6 ára millibili og þær eru algerlega tímalausar.
Tína dregur fram það besta úr myndefninu hverju sinni.
9 / 10
10 / 10
Símon og Giedré
Christine ljósmyndari varð fyrir valinu af fyrri reynslu og þarna er fagmanneskja sem hægt er að leggja traust sitt á. Hún geislar af öryggi og kunnáttu sem lætur módelin brjótast útúr skelinni og sýna það allra besta sem þau eiga og nær hún svo sannarlega að fanga þau augnablik á filmu.