Verðskrá

Allir eiga að geta pantað sér þá þjónustu sem hentar þeim fullkomlega. Það er einmitt það sem við viljum gera og getum því hannað pakka í kringum sem hentar þínum þörfum og óskum.
Verðlistinn hér fyrir neðan sýnir vinsælustu pakkana sem í boði eru.
Hafðu samband ef þú hefur óskir um annað eða vilt tilboð í stærri pakka.

Panta myndatöku

Vinsælustu pakkarnir


Þessir pakkar henta mjög vel fyrir myndatökur eins og

Fermingar

Útskriftir

Barnamyndir

Fjölskyldurmyndir

Bumbumyndir

Vinir, dýrin okkar stór og smá, vinnufélagar og saumaklúbbar svo eitthvað sé nefnt

Pakki I

Pakki I

Fjöldi stafrænna mynda: 5
Hugsað fyrir 1-2 systkini og foreldrum velkomið að vera með á mynd.
Þessi pakki er einnig tilvalinn fyrir dýrin.

Kr. 30.000

Pakki II

Pakki II

Fjöldi stafrænna mynda: 10
Hugsað fyrir 1-3 systkini og foreldrum velkomið að vera með á mynd.

Kr. 50.000

Pakki III

Pakki III

Fjöldi stafrænna mynda: 15
Hugsað fyrir 1-3 systkini og foreldrum velkomið að vera með á mynd.

Kr. 60.000

Hópmyndataka

Hentar vel fyrir t.d stórfjölskyldur, saumaklúbba, gæsun & steggjanir


Innifalið eru 3 myndir sem afgreiddar eru rafrænt hér á síðunni bæði í lit og svart hvítu

Allt að 10 manns kr. 40.000

Allt að 18 manns kr. 45.000

Allt að 30 manns kr. 50.000


Portrett myndir

Þessi tegund myndatöku hentar mjög vel fyrir ferilskrána, vefsíðuna, vegabréf og hvers konar kynningarefni sem þarfnast vandaðrar og faglegrar myndar af þér.

Myndatakan er snögg og tekur uþb 10 - 15 mínútur. Eftir hana velur þú þér eina mynd sem þú færð senda rafrænt

Verð kr. 7.500



Verðskrá - Brúðkaup

Hvernig virkar þetta svo ?


Brúðkaupsdagurinn er einn af mikilvægustu dögum lífsins og því eru minningar fá deginum ómetanlegar. Hver brúðkaupsmyndataka er einstök, rétt eins og brúðhjónin sjálf og því legg ég alúð mína í að kynnast brúðhjónunum vel nokkru fyrir brúðkaupið og geri ég það með því að hitta þau amk. tvisvar.

-

Þessi fyrri undirbúningsfundur er um þremur mánuðum fyrir brúðkaupsdaginn. Hann er mikilvægur svo ég geri mér grein fyrir þeim væntingum sem brúðhjónin hafa fyrir deginum og hvernig ég get orðið að liði. Að loknum fundinum hefst formlegur undirbúningur hjá mér þar sem ég m.a. finn myndastaði sem passa og endurspegla væntingar og óskir brúðhjónanna. Flestir velja að myndatakan sé utandyra en þó er ég einnig með stúdíó sem og varaplan innandyra ef veður er slæmt. Einnig er hægt að taka myndirnar á öðrum degi þegar betur viðrar ef brúðhjónin vilja frekar. 

-

Um það bil tveim til þremur vikum fyrir brúðkaupsdaginn er seinni undirbúningsfundur þar sem við tökum létta æfingu og förum yfir daginn. Þetta er mikilvægt skref til að losa út mesta stressið og þarna erum við farin að þekkjast nóg til að setja alla okkar athygli í að gera daginn léttari, skemmtilegri og sem eftirminnilegastan. 

-

Að brúðkaupsmyndtöku lokinni tekur afgreiðsla mynda um það bil 3 vikur en gæti dregist sé brúðkaupið á háannatíma. Fjöldi afhentra mynda fer eftir því hvaða pakki er tekinn og hvort ég sé ein að mynda, eða með aukaljósmyndara. Gera má ráð fyrir að fjöldi mynda fyrir t.d. Brúðkaupspakka 4 sé á bilinu 2-300 stk. 

-

Afhending myndanna fer fram hér á heimasíðunni á lokuðu svæði þar sem brúðhjónin geta skoðað myndirnar, óskað eftir léttum lagfæringum og valið sínar uppáhalds myndir. Að myndvinnslu lokinni fá brúðhjónin aðgang til að hlaða niður myndunum auk þess sem ég hanna myndabókina í samráði við brúðhjónin.

Brúðkaupspakki 1

Brúðkaupspakki 1

Vönduð brúðkaupsmyndataka
Best er að gefa sér góðan tíma í þessa myndatöku og er því gott að gera ráð fyrir 70 - 90 mín. í myndatökuna sjálfa.

Kr. 80.000

Brúðkaupspakki 2

Brúðkaupspakki 2

- Vönduð brúðkaupsmyndataka
- Athöfn

Kr. 130.000

Brúðkaupspakki 3

Brúðkaupspakki 3

- Undirbúningur
- Vönduð brúðkaupsmyndataka
- Athöfn

Kr. 180.000

Brúðkaupspakki 4

Brúðkaupspakki 4

Allur dagurinn sem þýðir
- Undirbúningur
- Athöfn
- Vönduð brúðkaupsmyndataka
- Veisla (2 klst)

Kr. 250.000

Auka ljósmyndari

Auka ljósmyndari

Betur sjá augu en auga. Brúðkaupsdagurinn er stórmerkilegur dagur sem þú hefur lagt mikið í að undirbúa. Á þessum degi er mikið um að vera og er því magnað að fá svo talsvert fleiri myndir sem teknar eru frá ólíkum sjónarhornum

Kr. 50.000

Staðfestingagjald fyrir brúðkaupsmyndatökur

Brúðkaupsmyndataka telst ekki bókuð fyrr en 50.000 kr staðfestingagjald hefur verið greitt en gjaldið gengur upp í myndatökuna sjálfa. Staðfestingargjald er óafturkræft.


Verðskrá - Ungbarnamyndatökur

ungbarnamyndataka

- Í ungbarnamyndatöku gefum við okkur góðan tíma í rólegheitum að stilla upp og mynda en einnig er gefin góður tími til að huga að barninu og gefa því að drekka.
- Best er að miða við að myndatakan fari fram 4 til 15 dögum frá fæðingu.
- Sé barn ekki upplagt í myndatökunni færðu nýjan tíma þér/ykkur að kostnaðarlausu
- Myndirnar eru stafrænar og afhentar í netgalleríi hér á síðunni, bæði í lit og svart/hvítu.

Panta myndatöku


Ungbarnapakki 1


  • 40-60 mín
  • 4 stafrænar myndir
  • 1 uppstilling


Kr. 35.000






Ungbarnapakki 2


  • 1-3 klst.
  • 6 stafrænar myndir
  • 3-4 uppstillingar
  • Systkini og foreldrum velkomið að vera með á mynd


Kr. 45.000




Smáa en læsilega letrið


Verðskráin

Verðin og pakkarnir, sem og lýsingar á þeim, geta tekið breytingum án fyrirvara og eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur.

Barna- og fjölskyldumyndataka

Verð miðast við allt að 3 börn og er foreldrum velkomið að vera með á einhverjum myndanna án aukagjalds. 

Fermingar- og útskriftarmyndataka

Ekki er í boði að taka myndir af neinum öðrum einum nema af fermingabarninu/útskrifarnemanum en systkinum og foreldrum er velkomið að vera með á einhverjum myndanna án aukagjalds.

Staðfestingagjald fyrir allar myndatökur nema brúðkaupsmyndatökur

Til þess að bóka tíma þarf að greiða 7.000 kr. staðfestingargjald sem fer upp í kostnað myndatökunnar. Staðfestingargjald er óafturkræft.